Auka hlutafé 365 um einn milljarð

Ari Edwald, forstjóri 365
Ari Edwald, forstjóri 365 mbl.is/Ómar Óskarsson

Hluthafafundur hjá 365 fer fram n.k. þriðjudag. Fyrir honum liggur tillaga um hækkun á hlutafé um einn milljarð króna. Ari Edwald, forstjóri félagsins, segir að félagið muni útvega það. Félagið er nú nær alfarið í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Ekki fæst uppgefið hvaðan milljarðurinn mun koma. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

„Við höfum fast land undir fótum hvað þessa hlutafjáraukningu varðar en hún verður þó ekki formlega að veruleika fyrr en eftir hluthafafundinn. Við ætlum að auka hlutaféð um einn milljarð og munum gera það,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla ehf.

Á þriðjudag 2. febrúar mun hlutahafafundur 365 fara fram og liggur m.a. fyrir tillaga fyrir fundinum um hækkun á hlutafé félagsins um einn milljarð króna að nafnvirði.

Samkvæmt ársreikningi 365 fyrir árið 2008 tapaði félagið tæplega 1,7 milljarði það ár. Þá kemur fram í reikningnum að hlutafjáraukning upp á einn milljarð verði að eiga sér stað fyrir 1. apríl nk. annars hafi Landsbankinn heimild til þess að gjaldfella skuld upp á 4,3 milljarða. Sú skuld tilheyrir upphaflega félagi Jóns Ásgeirs sem sameinað var 365 en er nú hluti af skuldum 365 miðla. Heildarskuldir sameinaðs félags eru yfir sjö milljarðar króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK