Kröfuhafar bakka

Ágúst og Lýður Guðmundssynir.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Skapti Hallgrímsson

Nauðasamn­ing­ar sem lagðir hafa verið fyr­ir kröfu­hafa Bakka­var­ar Group fela í sér um­tals­verðan hvata fyr­ir þá Lýð og Ágúst Guðmunds­syni, sem stund­um eru nefnd­ir Bakka­bræður.

Til að mynda er gert ráð fyr­ir að um leið og þeir hafa náð þeim áfanga að greiða lán­ar­drottn­um til baka 40% af skuld­inni, ásamt áfölln­um vöxt­um, fari þeir að vinna sér sér inn hlut­deild í fyr­ir­tæk­inu og hún get­ur orðið frá því að vera eng­in upp í að vera að há­marki 25%.

Eign­ar­hlut­fall Bakka­bræðra gæti því vaxið hraðar, eft­ir því sem bet­ur geng­ur að greiða niður skuld­irn­ar, og við 100% end­ur­greiðslur gætu þeir átt 25% í Bakka­vör. Gangi þetta eft­ir verða gef­in út ný hluta­bréf og 26,7% hlut­ur lán­ar­drottna mun þynn­ast niður í 20%.

Þeir sem blaðið hef­ur rætt við eru mis­jafn­lega bjart­sýn­ir á hvort for­send­ur nauðasamn­ing­anna séu raun­hæf­ar en hins veg­ar er staða kröfu­haf­anna slæm enda eru eng­ar eign­ir í Bakka­vör Group og eign­ir dótt­ur­fé­laga kirfi­lega af­girt­ar. Í raun og veru eiga kröfu­haf­ar, sem eru m.a. helstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, lítið annað en kröfu án trygg­inga og veða.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um mál­efni Bakka­var­ar í viðskipta­blaði Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK