Hert á reglum um fjármálafyrirtæki

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra. Golli/Kjartan Þorbergsson

Í frumvarpi að nýjum lögum um fjármálafyrirtæki eru ýmsar reglur hertar og eftirlitsaðilum fengnar umfangsmeiri heimildir. Kom þetta m.a. fram í máli efnahags- og viðskiptaráðherra, Gylfa Magnússonar, á morgunfundi um nýtt regluverk og aðhald með fjármálastarfsemi á Íslandi, sem haldinn var í Þjóðminjasafninu í dag.

Meðal þess sem felst í nýju reglunum er bann við því að fjármálafyrirtæki veiti lán með veði í eigin hluta- eða stofnbréfum. Þá er sönnunarbyrði snúið við varðandi hvort náin tengsl séu milli aðila, sem nái saman virkum eignarhlut í félagi. Nú þurfa aðilar með öðrum orðum að sanna að slík tengsl séu ekki til staðar.

Fjármálaeftirlitinu er einnig heimilt að banna eiganda að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki ef óvissa ríkir um hver stendur að baki eignarhlutnum.

Bann verður lagt við stöðu svokallaðra starfandi stjórnarformanna fjármálafyrirtækja og hömlur settar á gerð starfslokasamninga við stjórnendur og bann lagt við þeim nema hagnaður hafi verið í fyrirtækinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK