Sænsk stjórnvöld komu í veg fyrir það í desember, að General Motors seldu þá sænska bílaframleiðandann Saab til hollenska sportbílaframleiðandans Spyker Cars. Ástæðan var sú, að rússneskur auðjöfur átti þá ráðandi hlut í Spyker.
Rússneski kaupsýslumaðurinn Vladímír Antonovátti 29% hlut í Spyker. Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri hefur í dag eftir heimildarmanni tengdum sænsku ríkisstjórninni, að lánasýsla sænska ríkisins og öryggislögreglan, hafi rannsakað fyrirtæki Antonovs og komist að þeirri niðurstöðu að tengsl væru á milli þeirra og skipulagðrar glæpastarfsemi í Rússlandi, þar á meðal peningaþvættis.
Bandaríska alríkislögreglan, FBI, fékk sænsku skýrsluna í hendur. Í kjölfarið skipuðu bandarísk stjórnvöld stjórn General Motors að slíta viðræðunum við Spyker 18. desember.
Í kjölfarið keypti fjárfestingarfélag Victors Mullers, forstjóra og eins af stofnendum Spyker, hlutabréfin af Antonov. Gengið var frá samkomulagi um kaup Spyker á Saab í byrjun vikunnar en í þeim samningum felst m.a. að sænska ríkið ábyrgist 400 milljóna evru lán, sem Spyker tekur hjá evrópska fjárfestingarbankanum.