Glaxo segir 4 þúsund manns upp

Höfuðstöðvar GlaxoSmithKline í London.
Höfuðstöðvar GlaxoSmithKline í London. AP

Stærsta lyfjafyrirtæki Bretlands, Glaxo Smith Kline, ætlar að segja upp fjögur þúsund starfsmönnum til viðbótar við þá sem þegar hafa misst vinnuna hjá félaginu. GSK hefur boðað breyttar áherslur í rekstri og ætlar að einbeita sér að nýmörkuðum. Það þýðir að starfsfólki verður fækkað í Evrópu og Ameríku, að því er segir í breska blaðinu Sunday Times í dag.

Alls starfa um 99 þúsund manns hjá Glaxo víðsvegar um heiminn. Forstjóri þess, Andrew Witty, hefur stýrt félaginu í tvö ár en tilkynnt verður um uppsagnirnar þegar uppgjör lyfjafyrirtækisins verður kynnt á fimmtudag, að því er segir í frétt Times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK