Varar við gjaldþroti UBS

CHRISTIAN HARTMANN

Dóms­málaráðherra Sviss varaði við því í dag að svo gæti farið að sviss­neski bank­inn UBS gæti farið í þrot ef ekki tekst að semja við banda­rísk stjórn­völd varðandi fjár­svik í tengsl­um við skatta­skjól.

Hegðun UBS í Banda­ríkj­un­um var mjög vafa­söm. Ekki bara vegna þess að hún varðar við lög held­ur einnig þau áhrif sem þetta hef­ur haft á all­an rekst­ur bank­ans, seg­ir Evel­ine Widmer-Schlumpf í viðtali við Le Mat­in Di­manche.

Hún seg­ir að ef UBS fer á hliðina þá hefði það gríðarleg áhrif á allt hag­kerfi Sviss og vinnu­markaðinn. Hún seg­ist ótt­ast að svo geti farið ef banda­rísk yf­ir­völd ákveða að svipta bank­ann rétt­ind­um til að starfa í Banda­ríkj­un­um.

Samið var um það í fyrra að UBS myndi af­henda banda­rísk­um yf­ir­völd­um upp­lýs­ing­ar um 4.500 viðskipta­vini bank­ans sem grunaðir eru um skattsvik. Hins veg­ar tel­ur sviss­nesk­ur dóms­stóll að sam­komu­lagið stand­ist ekki.  Telja fjöl­marg­ir íbú­ar Sviss, sem er þekkt fyr­ir fjár­mála­starf­semi, að sviss­nesk­um stjórn­völd­um hafi mistek­ist að standa vörð um hag bank­ans. 

Dóms­málaráðherr­ann er ósam­mála því og seg­ir að ekki sé hægt að saka stjórn­völd um slíkt.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK