Málin felld niður vegna formgalla

Tvö mál, sem Byr sparisjóður hafði höfðað á hendur fyrirtækjum í eigu Magnúsar Ármann og Þorsteini Jónssyni voru felld niður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Málin vörðuðu lánveitingar sparisjóðsins til fyrirtækja sem heita Runnur ehf., Runnur 2 ehf., Sólstafir ehf., MogS ehf. og Materia Invest ehf.

Í lánasamningum fyrirtækjanna við Byr var skilmáli um að málum vegna samninganna skyldi höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Hafði Byr því höfðað málin fyrir röngum dómstól og voru þau því felld niður að ósk lögmanns Byrs.

Þetta kemur ekki í veg fyrir að málin verði höfðuð að nýju, en þá væntanlega fyrir réttum dómstól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK