Fréttaskýring: Ekki málamyndaviðskipti

Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankum, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota …
Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankum, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og Gunnar Andersen, forstjóri FME. mbl.is/Árni Sæberg

Gjald­eyr­is­hafta­málið, sem kynnt var fyr­ir helgi af full­trú­um efna­hags­brota­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, FME og Seðlabanka, snýst um hvort viðskipti hafi átt sér stað er­lend­is eða á Íslandi.

Helgi Magnús Gunn­ars­son, yf­ir­maður efna­hags­brota­deild­ar, seg­ir að vegna þess að viðskipti, sem fóru fram í gegn­um fyr­ir­tæk­in Glacier Capital Partners og Aserta, hafi a.m.k. að hluta til farið fram á Íslandi lúti þau ís­lensk­um lög­um.

„Gjald­eyrisviðskipti sem fara fram hér á landi lúta ís­lensk­um regl­um, þar á meðal ákvæðum um að heim­ild frá Seðlabanka þurfi að liggja fyr­ir áður en viðskipti geti farið fram.“ Seg­ir hann að mál fyr­ir­tækj­anna tveggja snú­ist ekki um skila­skyldu á gjald­eyri eða svo­kölluð mála­myndaviðskipti. „Hins veg­ar get­ur verið að viðskipta­vin­ir þess­ara fyr­ir­tækja hafi gerst sek­ir um eitt­hvað slíkt, en það kem­ur þá í ljós við frek­ari rann­sókn.“

Eins og málið stend­ur nú eru fyr­ir­tæk­in og eig­end­ur þeirra grunuð um brot gegn átt­undu grein laga um gjald­eyr­is­mál, sem fjall­ar um heim­ild til gjald­eyrisviðskipta. Aðilar eru því, eins og áður seg­ir, grunaðir um að hafa stundað gjald­eyrisviðskipti í heim­ild­ar­leysi.

Ekki flugu­fót­ur fyr­ir ásök­un­um

Fjór­menn­ing­arn­ir, sem hand­tekn­ir voru vegna máls­ins, hafa ekki viljað tjá sig við fjöl­miðla. Einn þeirra, Karl Löve Jó­hanns­son, sendi þó orðsend­ingu til vef­miðils­ins Press­un­ar þar sem hann seg­ir ekki flugu­fót fyr­ir ásök­un­um á hend­ur sér og fé­lög­um sín­um.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK