Fréttaskýring: Ekki málamyndaviðskipti

Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankum, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota …
Ingibjörg Guðbjartsdóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankum, Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota og Gunnar Andersen, forstjóri FME. mbl.is/Árni Sæberg

Gjaldeyrishaftamálið, sem kynnt var fyrir helgi af fulltrúum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, FME og Seðlabanka, snýst um hvort viðskipti hafi átt sér stað erlendis eða á Íslandi.

Helgi Magnús Gunnarsson, yfirmaður efnahagsbrotadeildar, segir að vegna þess að viðskipti, sem fóru fram í gegnum fyrirtækin Glacier Capital Partners og Aserta, hafi a.m.k. að hluta til farið fram á Íslandi lúti þau íslenskum lögum.

„Gjaldeyrisviðskipti sem fara fram hér á landi lúta íslenskum reglum, þar á meðal ákvæðum um að heimild frá Seðlabanka þurfi að liggja fyrir áður en viðskipti geti farið fram.“ Segir hann að mál fyrirtækjanna tveggja snúist ekki um skilaskyldu á gjaldeyri eða svokölluð málamyndaviðskipti. „Hins vegar getur verið að viðskiptavinir þessara fyrirtækja hafi gerst sekir um eitthvað slíkt, en það kemur þá í ljós við frekari rannsókn.“

Eins og málið stendur nú eru fyrirtækin og eigendur þeirra grunuð um brot gegn áttundu grein laga um gjaldeyrismál, sem fjallar um heimild til gjaldeyrisviðskipta. Aðilar eru því, eins og áður segir, grunaðir um að hafa stundað gjaldeyrisviðskipti í heimildarleysi.

Ekki flugufótur fyrir ásökunum

Fjórmenningarnir, sem handteknir voru vegna málsins, hafa ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. Einn þeirra, Karl Löve Jóhannsson, sendi þó orðsendingu til vefmiðilsins Pressunar þar sem hann segir ekki flugufót fyrir ásökunum á hendur sér og félögum sínum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK