Gríðarlegar skuldir í huldufélagi

ón Ásgeir Jóhannesson
ón Ásgeir Jóhannesson mbl.is/Ómar Óskarsson

Skuldir upp á annan tug milljarða liggja í þrotabúi eignarhaldsfélagsins Sólin skín. Félagið var í eigu Baugs, Fons, Glitnis og Kevin Stanfords. Sólin skín var úrskurðað gjaldþrota í lok síðasta árs en skiptastjóri búsins, Páll Kristjánsson, segist lítið vita um starfsemi félagsins. Þetta kemur fram í DV í dag.

Páll segir að kröfurnar sem borist hafi í bú félagsins séu gríðarlega háar. Glitnir á hæstu kröfuna enn sem komið er en hún er upp á um 8 milljarða króna og er tilkomin vegna fjárfestinga í afleiðusamningum. Þrotabú Baugs mun einnig hafa gert kröfu í búið samkvæmt heimildum DV.

Kröfulýsingarfrestinum lýkur í lok þessa mánaðar og verður fyrsti kröfuhafafundurinn haldinn í byrjun mars.

Pálmi Haraldsson segir í DV í dag að Fons hafi dregið sig út úr Sólinni skín árið 2007. Hann segir upphaflegan tilgang félagsins hafa verið að fjárfesta í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer. Pálmi segist ekki vita í hvað félagið var notað eftir að Fons fór út úr því. Í ársreikningi Sólarinnar skín fyrir árið 2007 var tilgangur félagsins sagður fjárfestingar í innlendum og erlendum verðbréfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK