Tapa 895 milljónum króna á íslensku bönkunum

Sífellt fleiri sveitarfélög í Bretlandi sjá fram á tap vegna …
Sífellt fleiri sveitarfélög í Bretlandi sjá fram á tap vegna íslensku bankanna

Yfirvöld í Cheltenham Borough í Bretlandi ætla að afskrifa 4,4 milljónir punda, 895 milljónir króna, sem sveitarfélagið átti inni á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi. Telja þau ólíklegt að féð muni endurheimtast. Er talið að sveitarfélagið verði að draga úr útgjöldum sem nemur 220 þúsundum punda á ári næstu tuttugu árin vegna þessa.

Fjármálastjóri Cheltenham Borough, Mark Sheldon, segir að þetta séu byrðar sem sveitarfélagið væri alveg til í að vera laust við.

Cheltenham átti 11 milljónir punda, rúma 2,2 milljarða króna, inni á reikningum íslensku bankanna þegar þeir fóru í þrot. Fimm milljónir punda hjá Landsbankanum, 3 milljónir í dótturfélagi Kaupþings, Singer & Friedlander og 3 milljónir punda hjá Glitni.

Talið er að Cheltenham fái endurgreitt um 83% af innistæðum sínum í Landsbankanum og um helming hjá Singer & Friedlander. Ólíklegt þykir að sveitarfélagið fái nema lítið brot endurgreitt af innistæðum sínum hjá Glitni og því er gert ráð fyrir því að tapið nemi um 4,4 milljónum punda. Telur fjármálastjóri sveitarfélagsins að þetta geti meðal annars kostað atvinnu einhverra starfsmanna hjá Cheltenham þar sem draga þurfi úr framkvæmdum.

 Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK