S&P hótar að lækka einkunn Toyota

Toyota
Toyota Reuters

Matsfyrirtækið Standard and Poor's hótaði því í dag að lækka lánshæfiseinkunn Toyota Motor. Segir í tilkynningu frá S&P að þau vandamál sem hafa komið upp í bifreiðum sem Toyota framleiðir hafi skaðleg áhrif á orðstír félagsins og hætta sé á að sala á Toyota bifreiðum dragist saman í kjölfarið.

Hefur S&P sett lánshæfiseinkunn Toyota á athugunarlista með neikvæðum horfum en einkunn Toyota er AA. Einkunninn AA er sú þriðja besta af 22 mögulegum lánshæfiseinkunnum. Hún þýðir að mjög miklar líkur séu á að fyrirtækið geti staðið við skuldbindingar sínar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK