Verið að tryggja áframhaldandi eignarhald fyrri eigenda

Sam­tök­in Þjóðar­hag­ur, sem á síðasta ári lýstu yfir áhuga á að kaupa smá­vöru­versl­ana­keðjuna Haga, for­dæma ákvörðun Ari­on banka um sölu­ferli Haga og segja að aug­ljós­lega sé verið að tryggja áfram­hald­andi eign­ar­hald og stjórn fyrri eig­enda.

„Þjóðar­hag­ur hef­ur mánuðum sam­an óskað eft­ir viðræðum við Ari­on banka með það að mark­miði að koma Hög­um í dreifða eign­araðild, án aðkomu fyrri eig­enda. Jafn­framt hef­ur Þjóðar­hag­ur stefnt að því að brjóta upp markaðsráðandi stöðu Haga. Þessu hef­ur Ari­on banki nú hafnað og tryggt þar með fákeppni og óbreytt eign­ar­hald og óbreytta stjórn," seg­ir í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um.

Þau segja að með ákvörðun sinnni hafi Ari­on banki komið í veg fyr­ir að hægt sé að tryggja eðli­legt og sann­gjarnt viðskiptaum­hverfi á ís­lensk­um smá­sölu­markaði. Neyt­end­ur muni greiða þann reikn­ing. Ari­on banki hafi því unnið gegn því mark­miði að sam­keppni verði tryggð í upp­bygg­ingu ís­lensks viðskipta­lífs.

Þjóðar­hag­ur seg­ist ekki munu taka þátt í hluta­fjárút­boði Ari­on banka á Hög­um. „For­kaups­rétt­ur til fyrri eig­enda Haga fæl­ir fjár­festa frá Hög­um og skaðar þar með hags­muni Ari­on banka um að há­marka verðmæti eigna bank­ans.  Þjóðar­hag­ur bind­ur von­ir við að sölu Haga til 1998 ehf verði rift, og þannig opn­ist aft­ur mögu­leiki á að brjóta upp það fákeppn­is­vald sem Haga hafa haft á Íslandi," seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK