Verið að tryggja áframhaldandi eignarhald fyrri eigenda

Samtökin Þjóðarhagur, sem á síðasta ári lýstu yfir áhuga á að kaupa smávöruverslanakeðjuna Haga, fordæma ákvörðun Arion banka um söluferli Haga og segja að augljóslega sé verið að tryggja áframhaldandi eignarhald og stjórn fyrri eigenda.

„Þjóðarhagur hefur mánuðum saman óskað eftir viðræðum við Arion banka með það að markmiði að koma Högum í dreifða eignaraðild, án aðkomu fyrri eigenda. Jafnframt hefur Þjóðarhagur stefnt að því að brjóta upp markaðsráðandi stöðu Haga. Þessu hefur Arion banki nú hafnað og tryggt þar með fákeppni og óbreytt eignarhald og óbreytta stjórn," segir í tilkynningu frá samtökunum.

Þau segja að með ákvörðun sinnni hafi Arion banki komið í veg fyrir að hægt sé að tryggja eðlilegt og sanngjarnt viðskiptaumhverfi á íslenskum smásölumarkaði. Neytendur muni greiða þann reikning. Arion banki hafi því unnið gegn því markmiði að samkeppni verði tryggð í uppbyggingu íslensks viðskiptalífs.

Þjóðarhagur segist ekki munu taka þátt í hlutafjárútboði Arion banka á Högum. „Forkaupsréttur til fyrri eigenda Haga fælir fjárfesta frá Högum og skaðar þar með hagsmuni Arion banka um að hámarka verðmæti eigna bankans.  Þjóðarhagur bindur vonir við að sölu Haga til 1998 ehf verði rift, og þannig opnist aftur möguleiki á að brjóta upp það fákeppnisvald sem Haga hafa haft á Íslandi," segir í tilkynningunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK