Forstjóri Nýherja með 25 milljónir í laun

Höfuðstöðvar Nýherja í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Nýherja í Borgartúni.

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, var með 25 milljónir króna í laun og bónusa á síðasta ári. Aðrir stjórnendur, framkvæmdastjórar helstu sviða og dótturfélaga, samtals 8 stjórnendur fengu greiddar 124 milljónir í laun og aðrar launatengdar greiðslur, að því er kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins.

Þar kemur einnig fram, að Benedikt Jóhannsson, stjórnarformaður, fékk 2,55 milljónir króna í laun og bónusa, Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður og Guðmundur J. Jónsson, stjórnarmaður, fengu 850 þúsund og Örn D. Jónsson, fyrrverandi varamaður í stjórn, fékk 693 þúsund krónur. Jafet S. Ólafsson, varamaður í stjórn, fékk engar greiðslur fyrir stjórnarfundi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka