Actavis stækkar verksmiðjuna í Hafnarfirði

Frá lyfjaframleiðslu Actavis.
Frá lyfjaframleiðslu Actavis. mbl.is

Actavis hefur ákveðið að stækka lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði. Í kjölfarið verða til meira en 50 ný störf hjá fyrirtækinu og framleiðslugetan á Íslandi eykst um 50%. Framkvæmdir hefjast fljótlega og er áætlað að framleiðsla í nýja hlutanum fari af stað um næstu áramót.

Í fréttatilkynningu segir að framleiðslan á Íslandi gegni mjög mikilvægu hlutverki við markaðssetningu á nýjum lyfjum Actavis samstæðunnar. Afkastageta verksmiðjunnar eykst við stækkunina úr u.þ.b. einum milljarði taflna á ári, í um einn og hálfan, eftir samsetningu framleiðslunnar hverju sinni. Verksmiðjan hefur verið keyrð á hámarksafköstum frá miðju síðasta ári. Með stækkuninni verður rekstur verksmiðjunnar enn hagkvæmari en hann er í dag og samkeppnishæfni hennar eykst, en um 95% af framleiðslunni eru seld erlendis.

Gert ráð fyrir um 50 nýjum störfum eftir stækkunina í árslok 2010. Um 75% þeirra eru í framleiðslu, en einnig ýmis tengd störf. Auk þessa er nú þegar verið að fjölga starfsfólki til að anna þeirri eftirspurn sem er framundan á árinu, en Actavis auglýsti eftir fólki til starfa um helgina.

Áætlað að hefja framleiðslu í nýja hlutanum um næstu áramót og er lögð mikil áhersla á  að hraða framkvæmdum eins og mögulegt er. Ekki er gert ráð fyrir töfum á annarri starfsemi meðan á byggingarframkvæmdum stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK