Føroya Banki hefur eignast 12 af útibúum Sparbankans á Jótlandi, Fjóni og Grænlandi. Kaupverðið er 7,5 milljónir danskra króna. Um 30 þúsund manns eiga viðskipti við þessi útibú.
Í tilkynningu frá Føroya Banka segir að bankinn ætli sér að efla starfsemi sína við N-Atlandshaf og í Danmörku. Þessi kaup séu liður í þeirri stefnu og geri honum fært að færa út kvíarnar á þessu svæði. Bankinn verði nú annar tveggja banka sem bjóði viðskiptavinum fjármálaþjónustu á Grænlandi.