Íslenska hagkerfið skreppur saman

Íslenska hag­kerfið hef­ur á mæli­kv­arða lands­fram­leiðslu í doll­ur­um skroppið mikið sam­an frá því fjár­málakrepp­an skall á. Var lands­fram­leiðslan hér á landi 20,3 millj­arðar banda­ríkja­dala á ár­inu 2007 metið á gengi þess tíma en 11,8 millj­arðar dala á síðasta ári sam­kvæmt sam­an­tekt Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, sem Grein­ing Íslands­banka vitn­ar til í Morgun­korni sínu.

Fram kem­ur að lands­fram­leiðslan hér á landi í fyrra hafi verið 0,08% af lands­fram­leiðslunni í Banda­ríkj­un­um á sama tíma og 0,5% af lands­fram­leiðslu Bret­lands. Í sam­an­b­urði við hin Norður­lönd­in sé ís­lenska hag­kerfið held­ur ekki stórt. Í fyrra var lands­fram­leiðslan hér á landi 2,9% af stærð sænska hag­kerf­is­ins, 3,2% af stærð norska hag­kerf­is­ins, 4,9% af stærð finnska hag­kerf­is­ins og 3,8% af stærð danska hag­kerf­is­ins.

Kaup­mátt­ur lands­fram­leiðslunn­ar hef­ur hins veg­ar að sögn Íslands­banka skroppið minna sam­an síðan 2007 en hreinn sam­an­b­urður í doll­ur­um gef­ur til­efni til að ætla. Mælt í jafn­v­irðis­gildi gjald­miðla var lands­fram­leiðslan hér á landi 0,09% af lands­fram­leiðslunni í Banda­ríkj­un­um árið 2007 en er nú 0,08%. Í sam­an­b­urði við breska hag­kerfið hef­ur það ís­lenska svona metið farið úr 0,57% á þess­um tíma niður í 0,55%.

Ef miðað er við lands­fram­leiðslu á mann svona mælda var Ísland í 8. sæti í sam­an­b­urði 33 iðnvæddra ríkja í gagna­grunni Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins árið 2007. Árið 2009 var landið komið í 12 sæti í þess­um 33 ríkja sam­an­b­urði. Seg­ir Íslands­banki, að þrátt fyr­ir krepp­una séu efna­hags­leg lífs­gæði hér á landi góð í alþjóðleg­um sam­an­b­urði met­in með þess­um hætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK