Misnotaði sennilega markaðsráðandi stöðu

Frá athafnasvæði Íslandspósts á Reyðarfirði.
Frá athafnasvæði Íslandspósts á Reyðarfirði.

Ísland­s­póst­ur mis­notaði senni­lega markaðsráðandi stöðu sína í sam­skipt­um við Póst­markaðinn, þegar síðar­nefnda fyr­ir­tækið leitaði samn­inga við Ísland­s­póst. Kem­ur þetta fram í bráðabirgðaákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, sem birt var í dag.

Til­kynn­ing Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins:

„Með bráðabirgðaákvörðun í dag hef­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið mælt fyr­ir um að Ísland­s­pósti sé skylt að semja við Póst­markaðinn um mót­töku og dreif­ingu pósts í sam­ræmi við gjald­skrá Ísland­s­pósts fyr­ir stór­not­end­ur og skil­mála henn­ar. Skulu viðskipta­skil­mál­ar vera al­menn­ir þannig að fyr­ir­tæki sem eiga í sams­kon­ar viðskipt­um við Ísland­s­póst njóti sömu kjara.

Sam­keppnis­eft­ir­litið kemst í bráðabirgðaákvörðun sinni að þeirri niður­stöðu að senni­legt sé að Ísland­s­póst­ur hafi mis­notað markaðsráðandi stöðu sína í sam­skipt­um sín­um við Póst­markaðinn, þegar síðar­nefnda fyr­ir­tækið leitaði samn­inga víð Ísland­s­póst. Er talið í ákvörðun­inni að Ísland­s­póst­ur hafi með skil­mál­um sín­um gagn­vart Póst­markaðnum mis­munað aðilum með ólög­mæt­um hætti. Jafn­framt er talið að skil­mál­arn­ir geti falið í sér sölu­synj­un. Þykir nægi­lega í ljós leitt að um hafi verið að ræða óeðli­leg viðbrögð markaðsráðandi fyr­ir­tæk­is við mögu­legri sam­keppni.

Að mati Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins má ætla að um sé ræða al­var­leg brot sem eru til þess fall­in að raska sam­keppni. Einnig er nægi­lega lík­legt að bið eft­ir end­an­legri ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins geti leitt til rösk­un­ar á sam­keppni. Af þeim sök­um er talið nauðsyn­legt að beina þeim fyr­ir­mæl­um til Ísland­s­pósts að semja við Póst­markaðinn á til­tekn­um for­send­um.

Ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins gild­ir til 1. ág­úst 2010. Ef ekki hef­ur verið tek­in ákvörðun í mál­inu inn­an þess frests verður tek­in afstaða til þess hvort nauðsyn­legt sé að fram­lengja þessa bráðabirgðaákvörðun til þess að mark­mið henn­ar ná­ist.“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK