Skortstöður í evru aldrei fleiri

Reuters

Skortstaða spákaupmanna og vogunarsjóða gegn evrunni hefur aldrei verið hærri en um þessar mundir.

Samkvæmt breska blaðinu Financial Times fjölgaði framvirkum samningum sem fela í sér skortstöðu gagnvart evru í kauphöllinni í Chicago um ríflega 4 þúsund í síðustu viku. Samtals eru nú tæplega 44 þúsund slíkir samningar skráðir og nemur andvirði þeirra um þessar mundir um átta milljörðum Bandaríkjadala.

Þessi þróun endurspeglar meðal annars vaxandi trú fjárfesta á því að fjárhagsvandræði grískra stjórnvalda muni hafa djúpstæð áhrif annars staðar á evrusvæðinu og vantrú á að spænsk og portúgölsk stjórnvöld geti komið böndum á hallarekstur hins opinbera.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK