Tveir andvígir tillögu seðlabankastjóra

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.

Tveir nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans greiddu atkvæði gegn tillögu Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra í janúar um að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur.   

Annar þeirra nefndarmanna sem voru andvígir tillögunni vildi taka smærra skref og lækka vexti um 0,25 prósentur. Hélt hann því fram að óvissa hefði aukist og verðbólguhorfur versnað frá nóvemberspánni. Hinn nefndarmaðurinn sem var andvígur tillögunni kallaði eftir óbreyttum vöxtum.

Þrír greiddu atkvæði með tillögu seðlabankastjóra. Fram kemur í fundargerð nefndarinnar, sem birt var í dag, að  nefndarmenn voru sammála um að haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðni eins og spáð er, ættu forsendur fyrir frekari slökun peningalegs aðhalds að vera áfram til staðar.

Á hinn bóginn lögðu nefndarmenn áherslu á að meðan veruleg óvissa ríkir um aðgang Íslands að erlendum lánsfjármörkuðum í framtíðinni verði svigrúm peningastefnunefndarinnar til frekari lækkunar vaxta takmarkað.

Ennfremur voru nefndarmenn sammála um að nefndin yrði reiðubúin að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga yrði nálægt markmiði til lengri tíma litið.

Fundargerð peningastefnunefndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK