A. Karlsson gjaldþrota

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði A.Karlsson gjaldþrota.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði A.Karlsson gjaldþrota. mbl.is/Þorkell

Fyrirtækið A. Karlsson hefur verið lýst gjaldþrota. Þorsteinn Einarsson skiptastjóri segir að reynt verði að selja fyrirtækið sem fyrst, í einu lagi eða í bútum. Verslun fyrirtækisins er opin í dag. 36 stöðugildi eru hjá fyrirtækinu.

A. Karlsson hefur verið rekið með tapi undanfarin ár, en tapið á árinu 2008 nam 477 milljónum króna. Skuldir fyrirtækisins í árslok 2008 námu tæplega 900 milljónum, um helmingur skammtímaskuldir. Stærsti kröfuhafinn er Landsbanki Íslands.

A. Karlsson er fyrirtæki sem selur vörur á sviði heilbrigðismála, húsgögn og fleira. Atorka keypti fyrirtækið árið 2004 og í framhaldi sameinaðist það fyrirtækinu Besta hf. Í árslok 2007 seldi Atorka hlut sinn í A. Karlssyni. Kaupendur voru tveir, Hraunhólar ehf. sem keypti 51% og Beta ehf. sem keypti 49% hlut. Beta er alfarið í eigu Atorku, en Hraunhólar eru í eigu Lindu B. Gunnlaugsdóttur, forstjóra A. Karlssonar. Atorka lánaði fyrir kaupverðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka