Ný stjórn mun ráða bankastjóra

Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins.
Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins.

Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að það verði nýrrar stjórnar ríkisbankans NBI að ráða bankastjóra í stað Ásmunds Stefánssonar. 

Ekki hefur verið haldinn aðalfundur vegna uppgjörs NBI fyrir síðasta hluta ársins 2008, eftir að bankinn var stofnaður. Reiknað er með að fundurinn verði haldinn í næstu viku.

Að sögn Elínar er áætlað að ný stjórn verði kosin þar, en Bankasýsla ríkisins mun útnefna fjóra menn af fimm í stjórnina. Fimmta manninn mun eignarhaldsfélag skilanefndar Landsbankans tilnefna, en skilanefndin á 18,7% í bankanum á móti ríkinu. 

Elín segir að valnefnd á vegum Bankasýslunnar muni tilnefna 2-3 einstaklinga í hvert stjórnarsæti í NBI.  Afrakstur vinnu valnefndarinnar verður ljós fljótlega. Nýja stjórnin mun síðan, eins og áður sagði, auglýsa eftir nýjum bankastjóra.

Reiknað er með að aðalfundur NBI fyrir árið 2009 verði haldinn í apríl á þessu ári, en ekki er víst hvort að ráðningu nýs bankastjóra verði lokið þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK