Raunávöxtun lífeyrissjóða neikvæð

Hrein eign líf­eyr­is­sjóðanna til greiðslu líf­eyr­is náði í lok des­em­ber loks því marki sem hún var í lok ág­úst 2008, áður en hrunið skall á. Nafnávöxt­un líf­eyr­is­sjóðanna á þess­um sex­tán mánuðum er með öðrum orðum eng­in, en staðan er hins veg­ar enn verri þegar horft er til verðlagsþró­un­ar á tíma­bil­inu.

Verðbólga, mæld sam­kvæmt vísi­tölu neyslu­verðs, var tæpt 14,1 pró­sent á þess­um tíma og hefði eign líf­eyr­is­sjóðanna hækkað til sam­ræm­is við hana ætti hún nú að vera um 2.050 millj­arðar króna. Raunávöxt­un er með öðrum orðum nei­kvæð um rúm tólf pró­sent.

Sjá nán­ar um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK