Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris náði í lok desember loks því marki sem hún var í lok ágúst 2008, áður en hrunið skall á. Nafnávöxtun lífeyrissjóðanna á þessum sextán mánuðum er með öðrum orðum engin, en staðan er hins vegar enn verri þegar horft er til verðlagsþróunar á tímabilinu.
Verðbólga, mæld samkvæmt vísitölu neysluverðs, var tæpt 14,1 prósent á þessum tíma og hefði eign lífeyrissjóðanna hækkað til samræmis við hana ætti hún nú að vera um 2.050 milljarðar króna. Raunávöxtun er með öðrum orðum neikvæð um rúm tólf prósent.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.