Situr beggja vegna borðs

Spron og Frjálsi fjárfestingabankainn fóru í þrot.
Spron og Frjálsi fjárfestingabankainn fóru í þrot. Árni Sæberg

Hlyn­ur Jóns­son, formaður slita­stjórn­ar Spron og Frjálsa fjár­fest­inga­bank­ans, sit­ur jafn­framt í stjórn fé­lags sem er stærsti kröfu­haf­inn í þrota­búa Frjálsa og sit­ur því beggja meg­in borðsins þegar taka þarf af­stöðu til krafna upp á 90 millj­arða króna. Þetta kom fram í frétt­um Stöðvar 2. Þar staðfesti Hlyn­ur að svona væri mál­um háttað en taldi það eðli­legt. Tjáði hann sig ekki frek­ar.

Fram kom í frétt Stöðvar 2 að Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hefði upp­haf­lega skipað Hlyn sem formann skila­nefnd­ar SPRON. Skila­nefnd­inni var svo falið af hálfu Fjár­mála­eft­ir­lits­ins að stofna nýtt fé­lag utan um eign­ir þrota­bús Spron, en þær voru all­ar flutt­ar þar inn. Það fé­lag heit­ir Drómi og kom fram í frétt­inni að það væri í raun um­sýslu­fé­lag þrota­bús Spron. Skila­nefnd­in, með Hlyn í far­ar­broddi, skipaði síðan stjórn Dróma og tók Hlyn­ur sæti sem formaður stjórn­ar fé­lags­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK