Situr beggja vegna borðs

Spron og Frjálsi fjárfestingabankainn fóru í þrot.
Spron og Frjálsi fjárfestingabankainn fóru í þrot. Árni Sæberg

Hlynur Jónsson, formaður slitastjórnar Spron og Frjálsa fjárfestingabankans, situr jafnframt í stjórn félags sem er stærsti kröfuhafinn í þrotabúa Frjálsa og situr því beggja megin borðsins þegar taka þarf afstöðu til krafna upp á 90 milljarða króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þar staðfesti Hlynur að svona væri málum háttað en taldi það eðlilegt. Tjáði hann sig ekki frekar.

Fram kom í frétt Stöðvar 2 að Héraðsdómur Reykjavíkur hefði upphaflega skipað Hlyn sem formann skilanefndar SPRON. Skilanefndinni var svo falið af hálfu Fjármálaeftirlitsins að stofna nýtt félag utan um eignir þrotabús Spron, en þær voru allar fluttar þar inn. Það félag heitir Drómi og kom fram í fréttinni að það væri í raun umsýslufélag þrotabús Spron. Skilanefndin, með Hlyn í fararbroddi, skipaði síðan stjórn Dróma og tók Hlynur sæti sem formaður stjórnar félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK