Er framtíð fyrir íslenskt viðskiptalíf?

Frá síðasta Viðskiptaþingi.
Frá síðasta Viðskiptaþingi. Ragnar Axelsson

Viðskiptaráð Íslands efnir til árlegs Viðskiptaþings nk. miðvikudag á Hilton Nordica hótelinu undir yfirskriftinni: Er framtíð yfir íslenskt atvinnulíf? - Rekstrarumhverfi og samkeppnishæfni. Samhliða þinginu verður gefin út skýrsla um rekstrarumhverfi fyrirtækja á Íslandi.

Í skýrslunni er m.a. fjallað um könnun sem Viðskiptaráð lét framkvæma um rekstrarumhverfið á Íslandi og þau helstu mál sem brenna á fyrirtækjum í dag, að því er segir á vef ráðsins.

Meðal fyrirlesara á Viðskiptaþingi verður dr. Richard Vietor, prófosser við Harvard Business School, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Tómas Már Sigurðsson, formaður Viðskiptaráðs og forstjóri Alcoa-Fjarðaáls. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra mun afhenda námsstyrki Viðskiptaráðs.

Að erindum loknum fara fram pallborðsumræður undir stjórn Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóra HB Granda. Þátttakendur í pallborði verða Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri CreditInfo, Svava Johansen, forstjóri NTC, og Þorsteinn Pálsson, fv. ritstjóri og ráðherra.

Dr. Richard Vietor mun í erindi sínu fjalla um uppbyggingu efnahagsáætlana sem miða að samkeppnishæfni þjóða. Hann kennir alþjóða stjórnmála- og hagfræði og hefur einnig stundað viðamiklar rannsóknir og ráðgjöf á sviði stefnumótunar stjórnvalda og viðskiptalífs.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK