Mæla með hærri verðbólgumarkmiðum

Staldraðu við og verslaðu áður að en verðið hækkar.
Staldraðu við og verslaðu áður að en verðið hækkar.

Í nýrri skýrslu Oli­vier Blanch­ard, aðal­hag­fræðings Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, er leitt að því lík­um að verðbólgu­mark­mið seðlabanka víðsveg­ar um heim kunni að hafa dýpkað fjár­málakrepp­una sem brast á árið 2008 og komi hugs­an­lega til með tefja viðsnún­ing alþjóðahag­kerf­is­ins.

Í skýrslu sinni fær­ir Blanch­ard rök fyr­ir því að seðlabank­ar ættu að styðjast við hærri verðbólgu­viðmið í venju­legu ár­ferði þannig að svig­rúm þeirra til þess að bregðast við meiri­hátt­ar efna­hags­áföll­um verði meira þegar þau dynja á. Hann seg­ir að seðlabank­ar ættu að horfa frek­ar til 4% verðbólgu­mark­miðs í stað 2% verðbólgu, en það er al­gengt viðmið í stjórn pen­inga­mála á Vest­ur­lönd­um.

Miðað við 4% verðbólgu ættu skamm­tíma­vext­ir að vera á bil­inu 6-7% við venju­leg­ar aðstæður í hag­kerf­um að mati Blanch­ard. Þetta myndi gera að verk­um að seðlabank­ar hefðu um­tals­vert svig­rúm til þess að lækka stýri­vexti til þess að bregðast við efna­hags­áföll­um áður en að þeir fara ná­lægt núlli. Sem kunn­ugt er þá hafa seðlabank­ar beggja vegna Atlantsála lækkað stýri­vexti nán­ast niður í núll vegna efna­hags­ástands­ins. Vanda­málið við svo lága vexti er að það er nán­ast ómögu­legt að lækka þá enn frek­ar dugi þeir ekki til að koma hjól­um at­vinnu­lífs­ins af stað.

Fleiri þunga­vigt­ar­menn í röðum hag­fræðinga hafa viðrað svipaðar skoðanir. Paul Krugman, hand­hafi minn­ing­ar­verðlauna sænska seðlabank­ans til heiðurs Al­freð No­bel, ritaði á bloggsíðu sinni á dög­un­um að fólk myndi ekki eiga í mikl­um erfiðleik­um með að aðlaga sig að 4% verðbólgu í stað 2% og að fórn­ar­kostnaður­inn af aðeins hærri verðbólgu væru senni­lega minni­hátt­ar. Hærri verðbólga myndi hins­veg­ar draga úr at­vinnu­leysi til lengri tíma og þar af leiðandi væru áhrif­in já­kvæð.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK