Abbey Road til sölu

Fetað í fótspor Bítla á Abbey Road.
Fetað í fótspor Bítla á Abbey Road. Ómar Óskarsson

Útgáfufyrirtækið  EMI hyggst selja hið goðsagnakennda hljóðver Abbey Road í London. Þetta fullyrðir breska blaðið Financial Times en sölunni er ætlað að létta á mikill skuldsetningu EMI, en til hennar var stofnað eftir að einkafjárfestingasjóður tók félagið yfir árið 2007. Talið er að verðmæti Abbey Road nemi tugum milljónum sterlingspunda.

Abbey Road var varnarþing margra af þekktustu hljómsveitum poppsögunnar og tóku meðal annars Bítlarnir þar upp flestar plötur sínar. Einnig tóku hljómsveitir á borð við Pink Floyd og Spooky Tooth upp mörg af sínum þekktustu verkum í hljóðverinu, svo einhver dæmi séu tekin. En hljóðverið er ekki eingöngu frægt vegna popptónlistar: Árið 1931 tók Edward Elgar upp Land og Hope and Glory með Lundúnar Sinfóníunni og á tímum seinni heimstyrjaldarinnar var hljóðverið notað til þess að taka upp ýmsan stríðsáróður fyrir stjórnvöld.

EMI keypti eignina við Abbey Road árið 1929 og i hún 100 þúsund pund. Rekstrargrundvöllur hljóðversins hefur versnað til muna á síðari tímum vegna aukinnar samkeppni auk þess sem að tækniframfarir gera hljómlistarmönnum kleyft að taka upp verk sín með litlum tilkostnaði án þess að bitni á hljómgæðum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK