Evruríki segja Grikkjum að skera niður

Yiorgos Karahalis

Fjármálaráðherrar evrulandanna 16 gerðu Grikkjum í gærkvöldi ljóst að þeir myndu þurfa að skera frekar niður í ríkisútgjöldum og afla meiri tekna í næsta mánuði, ef í ljós kæmi að þeim hefði ekki tekist að lækka ríkisútgjöld ársins í ár jafn mikið og þeir hefðu lofað.

 Jean-Claude Juncker, formaður ráðherranefndarinnar, sagði að grísk stjórnvöld „ættu að einblína á niðurskurð útgjalda, til að mynd að skera niður fjármagnskostnað... en einnig grípa til ráðstafana til að auka tekjur.“
Yfirlýsing hans tók af öll tvímæli um að Evrópusambandið myndi ekki sætta sig við viðleitni Grikkja til að fá því framgengt að áherslan færðist af aðhaldsaðgerðum heima fyrir og yfir á mögulegar björgunaraðgerðir sambandsins.
Grikkir hafa lofað að minnka fjárlagahallann um fjögur prósentustig, í 8,7% af vergri landsframleiðslu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK