Mikill hagnaður hjá Barclay's

Barclays bankinn í Lundúnum.
Barclays bankinn í Lundúnum. Reuters

Hagnaður breska bankans Barclays nam tæpum 9,4 milljörðum punda, jafnvirði 1900 milljarða króna, á síðasta ári eftir skatta. Er það aukning um 144% frá árinu á undan.  

Barclays segir í tilkynningu, að þrátt fyrir þennan árangur hafi bæði John Varley, forstjóri bankans, og   Bob Diamond, stjórnarformaður, afþakkað bónusa annað árið í röð.

„Af tillitssemi við marga viðskiptavini og hluthafa, sem hafa orðið fyrir áhrifum af efnahagssamdrættinum, og vegna þess að laun bankamanna eru mjög til umræðu, hafa bæði  John Varley og  Bob Diamond tilkynnt stjórninni að þeir vilji afþakka slíkar greiðslur annað árið í röð," segir í tilkynningu bankans.

Barclays þurfti ekki að leita á náðir breska ríkisins í fjármálakreppunni eins og margir aðrir stærstu bankar Bretlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka