Tvöfalt meira atvinnuleysi vegna evru

ANDREW WINNING

Atvinnuleysi í Bretlandi væri um 15%, eða tvöfalt hærri en það er í dag, væri landið hluti að evrusvæðinu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Centre for Economic and Business Research.

Í rannsókninni, sem birt var á mánudag, er áhrif evruaðildar á þróun efnahagsmála í Bretlandi undanfarin ár skoðið. Fram kemur í umfjöllun The Daily Telegraph um skýrsluna að hagvöxtur hefði sennilega verið aðeins meiri frá árunum 1998 til 2006 en að sama skapi hefði það sama gilt um verðbólgu þar sem að stýrivaxtastigið hefði verið aðeins lægra en það var.

En hinsvegar kemur fram í skýrslunni að samdráttarskeiðið sem tók við eftir árið 2006 hefði orðið djúpstæðara hefðu Bretar verið í evrusvæðinu. Landsframleiðsla hefði sennilega dregist saman um 7% í stað 5% og atvinnuleysi hefði orðið 15% í stað 7,8%. 

Samkvæmt The Telegraph segja skýrsluhöfundar að Gordon Brown, forsætisráðherra, eigi heiðurinn af því að halda Bretlandi utan evrusvæðisins. Þegar hann var fjármálaráðherra lagði hann áherslu á að aðild væri óraunhæf nema að uppfylltum fimm efnahagsskilyrðum. Þeim hefur ekki enn verið mætt og þar af leiðandi hefur ekki enn þá reynt á pólitískan vilja fyrir upptöku evru.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka