Tvöfalt meira atvinnuleysi vegna evru

ANDREW WINNING

At­vinnu­leysi í Bretlandi væri um 15%, eða tvö­falt hærri en það er í dag, væri landið hluti að evru­svæðinu. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn Centre for Economic and Bus­iness Rese­arch.

Í rann­sókn­inni, sem birt var á mánu­dag, er áhrif evruaðild­ar á þróun efna­hags­mála í Bretlandi und­an­far­in ár skoðið. Fram kem­ur í um­fjöll­un The Daily Tel­egraph um skýrsl­una að hag­vöxt­ur hefði senni­lega verið aðeins meiri frá ár­un­um 1998 til 2006 en að sama skapi hefði það sama gilt um verðbólgu þar sem að stýri­vaxta­stigið hefði verið aðeins lægra en það var.

En hins­veg­ar kem­ur fram í skýrsl­unni að sam­drátt­ar­skeiðið sem tók við eft­ir árið 2006 hefði orðið djúp­stæðara hefðu Bret­ar verið í evru­svæðinu. Lands­fram­leiðsla hefði senni­lega dreg­ist sam­an um 7% í stað 5% og at­vinnu­leysi hefði orðið 15% í stað 7,8%. 

Sam­kvæmt The Tel­egraph segja skýrslu­höf­und­ar að Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra, eigi heiður­inn af því að halda Bretlandi utan evru­svæðis­ins. Þegar hann var fjár­málaráðherra lagði hann áherslu á að aðild væri óraun­hæf nema að upp­fyllt­um fimm efna­hags­skil­yrðum. Þeim hef­ur ekki enn verið mætt og þar af leiðandi hef­ur ekki enn þá reynt á póli­tísk­an vilja fyr­ir upp­töku evru.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK