Bandaríkjamenn skynja enn ekki bata

Barack Obama Bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að margir Bandaríkjamenn gætu ekki skynjað á eigin skinni efnahagsbatann sem ætti sér stað í landinu. Hann ítrekaði hins vegar að honum og ríkisstjórn hans hefði tekist að afstýra djúpri efnahagslægð, en í dag er liðið ár síðan björgunarpakkinn svonefndi tók gildi.

Obama réðist harkalega á Repúblíkana og sakaði þá um að mistúlka markmið og árangur 787 billjón bandaríkjadala björgunarpakka ríkisvaldsins sem byggir á samblandi af skattalækkunum og auknum ríkisútgjöldum. Sagði hann björgunarpakkann hafa bjargað eða skapað tvær milljónir starfa.

„Nú ári seinna er ljóst að það er að stórum hluta björgunarpakkanum að þakka að önnur efnahagslægð er ekki lengur inni í myndinni,“ sagði Obama. Tók hann fram að menn hefðu komið pakkanum á sökum þess að það hefði verið of afdrifaríkt að gera ekkert.

Atvinnuleysi mælist nú 9,7% í Bandaríkjunum og er því spáð að það muni aðeins minnka hægt og rólega samhliða því þegar efnahagslífið nær undir sig fótunum á ný. Obama viðurkenndi að fyrir mörgum Bandaríkjamönnum væru hörmungunum enn ekki lokið.

„Milljónir Bandaríkjamanna eru enn atvinnulausir. Milljónir til viðbótar þurfa að berjast við að ná endum saman. Enn finna margir ekki fyrir því að efnahagurinn hafi náð bata. Ég skil það.“

Barack Obama
Barack Obama Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK