Franskur banki boðar bónusa

Baudouin Prot, forstjóri BNP Paribas, á blaðamannafundi í París í …
Baudouin Prot, forstjóri BNP Paribas, á blaðamannafundi í París í dag. Reuters

Franski bankinn BNP Paribas tilkynnti í dag, að miðlarar bankans fái greiddar samtals 500 milljónir evra, jafnvirði  87 milljarða króna, í bónusa fyrir góðan árangur á síðasta ári. Hagnaður bankans nam 5,8 milljörðum evra, jafnvirði rúmlega 1000 milljörðum króna, á síðasta ári og tvöfaldaðist frá fyrra ári.

Alls fá um 4000 miðlarar greiddan bónus fyrir síðasta ár. Baudouin Prot, forstjóri Paribas, sagði í dag að jafn hár bónus verði greiddur á næsta ári náist rekstarmarkmið bankans á þessu ári.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK