Persónuleikapróf við ráðningar

Íslandsbanki.
Íslandsbanki.

Íslandsbanki og Capacent hafa undirritað samkomulag um að Íslandsbanki fái að nota svonefnt OPQ32, sem er persónuleikapróf sniðið að ráðningum og þróun stjórnenda og sérfræðinga.

Í tilkynningu frá Capacent segir, að prófið sé hannað af breska fyrirtækinu SHL. Capacent hafi um árabil boðið upp á notkun OPQ og annarra prófa frá SHL en slík próf geri fyrirtækjum m.a. kleift að meta hvort umsækjandi hafi þá eiginleika sem þarf til að ná árangri í tilteknu starfi. 

Með samningnum verður Íslandsbanki fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem tekur upp sjálfstæða notkun á OPQ32-prófinu.  OPQ er útbreiddasta persónuleikaprófið í heiminum og kom fyrst á markað árið 1984. Í fyrra tóku ríflega 4 milljón manns um allan heim þetta próf, að sögn Capacent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK