Eamonn Butler, framkvæmdastjóri hugveitunnar Adam Smith Institute, segir að íslensk stjórnvöld eigi að reyna að draga viðræður um lausn Icesave-deilunnar á langinn og freista þess að næsta ríkisstjórn Bretlands sýni aðstöðu Íslendinga meiri skilning.
Butler segist ennfremur vera afar sár út í ríkisstjórn Breta vegna framferðis hennar gegn Íslendingum vegna Icesave.
Í nýjustu bók sinni, The Rotten State of Britain sem kom út í byrjun þessa árs, fer Butler á gagnrýninn hátt yfir valdatíð Verkamannflokksins og nefnir sérstaklega beitingu hryðjuverkalaganna gegn íslensku bönkunum og stjórnvöldum haustið 2008 sem dæmi um hvernig þeim hefur verið misbeitt af stjórnvöldum frá því að þau tóku gildi. Butler segir að það hafi verið heimskulegt af breskum stjórnvöldum að stugga með þessum hætti við einum einarðasta bandamanni sem Bretar eiga í Evrópu.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.