Smáralindin sett í sölu fljótlega

Smáralind
Smáralind mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Fjár­hags­legri end­ur­skipu­lag­inu Eign­ar­halds­fé­lags­ins Smáralind er að ljúka með samn­ing­um við lán­veit­end­ur fé­lags­ins um tíma­bundna frest­un á greiðslu af­borg­ana sam­kvæmt gild­andi lána­samn­ing­um, sam­kvæmt til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.

Lokið er við skil­mála­breyt­ing­ar á skulda­bréfa­flokk SMLI 01 1 sem skráður var þann 27. des­em­ber 2001. Einnig er lokið við skil­mála­breyt­ing­ar á svo­kölluðu sam­bankaláni þar sem Frjálsi fjár­fest­inga­bank­inn hf., Íslanda­banki hf., NBI hf.og Byr spari­sjóður eru lán­veit­end­ur. Verið er að ljúka við skil­mála­breyt­ingu á lána­samn­ing þar sem Nordic In­vest­ment Bank (NIB) er lán­veit­andi.

Í lok síðasta árs varð dótt­ur­fé­lag NBI hf. Reg­inn ehf. eig­andi fé­lags­ins. Nýr eig­andi hyggst selja fé­lagið í opnu sölu­ferli á fyrripart árs­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK