Securitas sett í sölu

Securitas er til sölu en félagið er í eigu þrotabús …
Securitas er til sölu en félagið er í eigu þrotabús Fons

JP Lögmenn auglýsa Securitas öryggisgæslufyrirtækið til sölu í Morgunblaðinu í dag. Securitas var stofnað árið 1979. Það er í eigu þrotabús Fons, fjárfestingarfélags sem var í eigu Pálma Haraldssonar. Heildarkröfur í þrotabú Fons nema 34,5 milljörðum króna og eru kröfur skilanefndar Glitnis þar af tæpir 24 milljarðar króna.

Allir fjárfestar sem uppfylla skilyrði þess að geta talist fagfjárfestar geta tekið þátt í útboðinu auk fjárfesta sem geta sýnt fram á eiginfjárstöðu sem nemur 300 milljónum króna eða meira eða fjármögnunarvilyrði frá fjármálastofnun sem metið er fullnægjandi af seljanda. Áskilinn er réttur til þess að takmarka aðgang að söluferlinu í þeim tilvikum þegar fyrir hendi eru lagalegar takmarkanir á því að fjárfestir eignist félagið, t.a.m. vegna samkeppnisreglna, að því er segir á vef JP Lögmanna.

Áætlað að ljúka sölu 20. mars

Óskuldbindandi tilboðum skal skilað á skrifstofu JP Lögmanna fyrir klukkan 14.00 þann 26. febrúar. Verða tilboðin opnuð að viðstöddum fulltrúum tilboðsgjafa þann sama dag. Þeim fjárfestum sem leggja fram hæstu tilboðin og geta sýnt fram á fjárhagslega burði til að standa við þau verður boðið til áframhaldandi þátttöku í söluferlinu og veittur kostur á að framkvæma áreiðanleikakönnun á félaginu.

Gert er ráð fyrir að vinnu við gerð áreiðanleikakannana ljúki þann 12. mars. Ber að skila bindandi kauptilboðum í síðasta lagi klukkan 16.00 þann 18. mars. Kauptilboð verða opnuð samdægurs að viðstöddum fulltrúum tilboðsgjafa og jafnframt tilkynnt um það hvaða tilboði seljandi gengur að. Áætlað er að kaupsamningur verði undirritaður á laugardaginn 20. mars.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK