Vilja fá sektina fellda niður

Á morgun fellur dómur í máli sem smávöruverslanakeðjan Hagar höfðaði gegn ríkissjóði og Samkeppniseftirlitinu vegna stjórnvaldssektar sem fyrirtækið var beitt í árslok 2008.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hélt lögmaður Haga því fram fyrir dómi að fyrirtækið væri ekki markaðsráðandi, og sektin ætti því ekki rétt á sér. Fyrirtækið hefur greitt sektina, en krefst nú endurgreiðslu eða mikillar lækkunar á sektinni.

Talið er að dómurinn muni gefa gott fordæmi fyrir hvernig Samkeppniseftirlitið getur beitt sér framvegis.

Hagar voru sektaðir fyrir að beita undirverðlagningu á árinu 2005. Þá geisaði hart mjólkurverðstríð milli ýmissa verslana, en á tímabili lækkuðu einhverjar verslanir Haga lítraverð á mjólk niður í núll krónur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK