Ólíklegt er talið að mikið fáist fyrir land Candy-bræðra

Candy bræður
Candy bræður

Candy-bræðurnir bresku munu samkvæmt frétt Daily Telegraph að líkindum ekki fá mikið fyrir átta átta ekru land í Beverly Hills.

Kaupþing banki var viðskiptafélagi þeirra bræðra, Nick og Christian Candy, í kaupunum á landinu, sem áttu sér stað árið 2007. Landið verður boðið upp á fimmtudag þar sem bræðurnir gátu ekki staðið undir greiðslum af 365.5 milljón dollara láni sem hvílir á því.

Kaupþing og Candy-bræður greiddu 500 milljónir dollara fyrir landið, þar sem reisa átti lúxusíbúðir. Aðeins þremur árum áður hafði það verið selt fyrir 33,5 milljón dollara. Eftir fall Kaupþins tóku þeir bræður að fullu yfir eignina.

Í frétt Daily Telegraph segir að útilokað sé að þeir fái fyrir landið sem nemur það sem þeir skulda vegna þess, enda landið mun minna virði. Raunar sé talið að enginn kaupandi muni finnast.

Jafnframt er sagt frá því að þeir bræður muni innan skamms flytja út úr glæsilegum höfuðstöðvum sínum í London, en bræðurnir, sem efnuðust á fasteignaviðskiptum, hafa vakið mikla athygli fyrir stjörnulíferni og stórhuga viðskipti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK