Fleiri bankamenn afþakka kaupauka

LloydsTSB
LloydsTSB Reuters

For­stjóri breska bank­ans Lloyds Bank­ing Group, Eric Daniels, mun ekki þiggja kaupauka upp á 2,3 millj­ón­ir punda, 457 millj­ón­ir ís­lenskra króna fyr­ir síðasta rekstr­ar­ár. Breska ríkið kom bank­an­um til aðstoðar með því að dæla millj­örðum punda inn í rekst­ur hans svo að bank­inn færi ekki í þrot á síðasta ári.Breska ríkið á 43% hlut í Lloyds banka­sam­steyp­unni.

Til stóð að greiða for­stjór­an­um út kaupauka og var það samþykkt af stjórn bank­ans. Hann hafnaði hins veg­ar boðinu annað árið í röð. Seg­ir í til­kynn­ingu frá bank­an­um að Daniels telji ekki rétt að hætta þeim góða ár­angri sem er að nást í rekstri bank­ans með því að veita yf­ir­mönn­um kaupauka.  Ekki sé viðeig­andi að þiggja slíka kaupauka í banka­geir­an­um í dag.

Í síðustu viku var greint frá því að helstu yf­ir­menn breska bank­ans Barclays myndu ekki þiggja kaupauka í ár. Hið sama verður vænt­an­lega uppi á ten­ingn­um hjá Royal Bank of Scot­land. Sam­kvæmt frétt Fin­ancial Times í dag þá á for­stjóri RBS, Stephen Hester, rétt á 1,6 millj­ón punda í kaupauka en að hann muni ekki þiggja greiðsluna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK