Töpuðu 1,6 milljörðum evra

Merki Commerzbank
Merki Commerzbank

Commerzbank, annar stærsti banki Þýskalands, tapaði 1,6 milljarði evra, jafnvirði nær 280 milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi ársins 2009. Bankinn kennir afskriftum eigna um tapið.

Í yfirlýsingu frá bankanum segir að erfiðleikar á markaði hafi valdið því að bankinn tapaði um rúmum hálfum milljarði evra vegna tryggingaábyrgða.

Ársuppgjörs frá Commerzbank er að vænta á miðvikudag en tap bankans á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam um 2,7 milljörðum evra. Þýska ríkið kom bankanum til bjargar á síðasta ári með um 18,2 milljarða framlagi.

Tap Commerzbank nú er í samræmi við spár greiningaraðila sem höfðu spáð bankanum tapi upp á rúman milljarð evra á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK