Evrusvæðið ógnar viðsnúning

Mervyn King, seðlabankastjóri.
Mervyn King, seðlabankastjóri.

Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að máttlítill viðsnúningur í hagkerfum evrusvæðisins væri helsta ógnin við stöðu alþjóðahagkerfisins um þessar mundir og að hann takmarkaði möguleika breska hagkerfisins til þess að auka útflutning í krafti veikara gengi sterlingspundsins.

Þetta kom á fundi King með fjárlaganefnd breska þingsins í dag. Samkvæmt frásögn breska blaðsins The Daily Telegraph sagði hann nefndarmönnum að líklegt yrði að efnahagsbatinn í Bretlandi yrði hægur en að sama skapi sagðist hann hafa meiri áhyggjur af stöðu mála í alþjóðahagkerfinu.

King sagði að veik staða hagkerfa evrusvæðisins hafi neikvæð áhrif á breskan útflutningsiðnað og gerði það að verkum að hann nyti ekki góðs af gengisveikingu pundsins. Eins og fram kemur í frétt Telegraph stóðu vonir manna til þess að aukin eftirspurn að utan eftir breskum varningi myndi reynast breska hagkerfinu mikilvæg innspýting en af því hefur ekki orðið.

Reyndar lét King þau orð falla að á fundi fjármálaráðherra og seðlabankastjóra sjö helstu iðnríkja heims í Kanada á dögunum að svo virtist að flesti ríki reiddu sig eingöngu á að vaxandi eftirspurn í öðrum hagkerfum en í þeirra eigin myndi koma af stað hagvexti á ný.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK