Fluttu 101 Hótel á eigin nöfn

Skilanefnd Landsbankans er með sjö milljóna dollara veð á húsinu
Skilanefnd Landsbankans er með sjö milljóna dollara veð á húsinu mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðbönd upp á rúm­lega millj­arð króna hvíla á 101 Hót­el­inu á horni Ing­ólfs­stræt­is og Hverf­is­götu. Eig­end­ur þess, Jón Ásgeir Jó­hann­es­son og Ingi­björg Pálma­dótt­ir, hafa fært eign­ina á eig­in nöfn. Þetta kom fram í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld.

101 Hót­el, sem stend­ur að horni Ing­ólfs­stræt­is og Hverf­is­götu, var áður skráð á fyr­ir­tækið IP Studi­um en hót­elið er nú í jafnri eigu þeirra Jóns Ásgeirs og Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur og eru þau hvor um sig með 50 pró­sent hlut, að því er fram kem­ur í veðbanda­yf­ir­liti fast­eign­ar­inn­ar.

Áhvílandi á fast­eign­inni núna er trygg­ing­ar­bréf frá Lands­bank­an­um upp á 7 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala. Til­urð trygg­inga­bréfs­ins má rekja til þess að Jón Ásgeir veðsetti lúxus­í­búðir sín­ar í New York án vitn­eskju skila­nefnd­ar Lands­bank­ans en bank­inn fjár­magnaði kaup­in á þeim árið 2007.

Því gerði skila­nefnd­in þá kröfu í júní á síðasta ári að trygg­ing­ar­bréfið yrði fært á hót­elið til að bæta trygg­inga­stöðu sína. Auk þess hvíl­ir á hót­el­inu veðskulda­bréf upp á 350 millj­ón­ir frá Ari­on banka. Það eru því veðbönd alls upp á rúm­lega 1,3 millj­arða króna sem hvíla á fast­eign­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK