Bæjar- og sveitarstjórnir í Bretlandi eru æfar að reiði vegna hruns íslensku bankana sem þýðir að þær fái einungis brot af þeim fjármunum sem þær áttu inni á reikningum íslensku bankanna. Einhverjar bæjarstjórnir hafa þurft að fá fjárhagsstuðning og eins er málið snúið vegna bókhalds þeirra. Fjallað er um þetta á breska vefnum Public finance.
Samtök sveitarstjórna ætla að skrifa bréf til ráðuneytis sveitarstjórnarmála í dag vegna fjármála átta sveitarstjórna sem þurfa að fá aðstoð vegna glataðra fjármuna og vilja fá að að afskrifa tapið vegna íslensku bankanna á lengri tíma en einu ári. Hóta sveitastjórnirnar að fara með málið fyrir dómstóla en beiðni þeirra um afskriftir á lengra tímabili hefur hingað til verið hafnað.