Hrunið á Íslandi skiptir miklu fyrir bresk sveitarfélög

Bæjar- og sveitarstjórnir í Bretlandi eru æfar að reiði vegna hruns íslensku bankana sem þýðir að þær fái einungis brot af þeim fjármunum sem þær áttu inni á reikningum íslensku bankanna. Einhverjar bæjarstjórnir hafa þurft að fá fjárhagsstuðning og eins er málið snúið vegna bókhalds þeirra. Fjallað er um þetta á breska vefnum Public finance.

Samtök sveitarstjórna ætla að skrifa bréf til ráðuneytis sveitarstjórnarmála í dag vegna fjármála átta sveitarstjórna sem þurfa að fá aðstoð vegna glataðra fjármuna og vilja fá að að afskrifa tapið vegna íslensku bankanna á lengri tíma en einu ári. Hóta sveitastjórnirnar að fara með málið fyrir dómstóla en beiðni þeirra um afskriftir á lengra tímabili hefur hingað til verið hafnað.

Hægt er að lesa nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK