Gríska ríkið verður fyrsta ríkið í þessari efnahagskreppu til að lenda í greiðslufalli og í kjölfarið hljóta að öllum líkindum fjölmörg önnur sömu örlög. Þetta segir Kenneth Rogoff, fyrrverandi aðalahagfræðingur og núverandi hagfræðiprófessor við Harvard-háskóla.
Hann segir ennfremur að sú skuldabyrði sem fullvalda ríki hafi þurft að axla vegna fjármálakreppunnar muni á endanum leiða til þess að helstu hagkerfi heims þurfi að grípa til aðhalds við framkvæmd peningamálastefnunnar og það muni hafa veruleg áhrif á alþjóðahagkerfið.
The Daily Telegraph hefur eftir Rogoff að hann hafi ekki trú á að Evrópusambandið muni geta aðstoð Grikki í skuldavandræðum sínum og á endanum þurfi þeir að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í viðskiptablaði Morgunblaðins í dag.