Rannsakar Goldman Sachs

RICHARD CLEMENT

Ben Bernan­ke, seðlabanka­stjóri Banda­ríkj­anna, sagði í dag að bank­inn væri að rann­saka þátt Goldm­an Sachs-bank­ans í því að búa til skulda­atrygg­ing­ar fyr­ir Grikk­land. Þetta kem­ur fram í frétt Fin­ancial Times.

Um­mæli Bernan­kes komu í svari við fyr­ir­spurn Chris Dodds, öld­unga­deildaþing­manns demó­krata, á öðrum degi vitn­is­b­urðar hans í Banda­ríkjaþingi.

„Við erum að skoða nokk­ur vafa­atriði sem tengj­ast Goldm­an Sachs  og öðrum fyr­ir­tækj­um, og af­skipt­um þeirra af mál­um Grikk­lands,“ sagði Bernan­ke og bætti við  að banda­ríska fjár­mála­eft­ir­litið,  SEC, væri einnig að skoða málið.

Bernan­ke sagði að þau fjár­mála­verk­færi sem yllu ójafn­vægi hjá þjóð væru „ár­ang­urs­hamlandi“ (e. „coun­ter­producti­ve“).

Goldm­an Sachs hef­ur sætt gagn­rýni evr­ópskra eft­ir­litsaðila fyr­ir  að smíða gjörn­inga sem hjálpuðu  Grikkj­um að fegra skulda­stöðu sína  eft­ir að þeir gengu í mynt­banda­lag  Evr­ópu árið 2001.

Tals­menn Goldm­an Sachs segja að skulda­trygg­ing­arn­ar hafi haft lítið að segja í  þeirri fjár­málakreppu sem nú steðji  að Grikklandi. Hátt sett­ur starfssmaður Goldm­an hef­ur þó sagt að gjörn­ing­arn­ir hefðu átt að vera  gagn­særri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka