Rannsakar Goldman Sachs

RICHARD CLEMENT

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði í dag að bankinn væri að rannsaka þátt Goldman Sachs-bankans í því að búa til skuldaatryggingar fyrir Grikkland. Þetta kemur fram í frétt Financial Times.

Ummæli Bernankes komu í svari við fyrirspurn Chris Dodds, öldungadeildaþingmanns demókrata, á öðrum degi vitnisburðar hans í Bandaríkjaþingi.

„Við erum að skoða nokkur vafaatriði sem tengjast Goldman Sachs  og öðrum fyrirtækjum, og afskiptum þeirra af málum Grikklands,“ sagði Bernanke og bætti við  að bandaríska fjármálaeftirlitið,  SEC, væri einnig að skoða málið.

Bernanke sagði að þau fjármálaverkfæri sem yllu ójafnvægi hjá þjóð væru „árangurshamlandi“ (e. „counterproductive“).

Goldman Sachs hefur sætt gagnrýni evrópskra eftirlitsaðila fyrir  að smíða gjörninga sem hjálpuðu  Grikkjum að fegra skuldastöðu sína  eftir að þeir gengu í myntbandalag  Evrópu árið 2001.

Talsmenn Goldman Sachs segja að skuldatryggingarnar hafi haft lítið að segja í  þeirri fjármálakreppu sem nú steðji  að Grikklandi. Hátt settur starfssmaður Goldman hefur þó sagt að gjörningarnir hefðu átt að vera  gagnsærri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK