Vilja selja bankann

Kröfu­haf­ar Íslands­banka hafa lít­inn áhuga á því að eiga Íslands­banka til lengd­ar. Reikna má með því að skila­nefnd Glitn­is, sem á 95% í bank­an­um í gegn­um eign­ar­halds­fé­lagið ISB Hold­ing, freisti þess að selja bank­ann á næstu 3-5 árum.

Þetta kom fram á fundi skila­nefnd­ar bank­ans í dag.

Skila­nefnd­in segj­ast munu selja bank­ann í sam­ráði við ís­lensk stjórn­völd, sem eiga 5% í bank­an­um. Sam­kvæmt því sem kom fram á fund­in­um í dag voru deild­ar mein­ing­ar meðal kröfu­hafa Glitn­is um hvort skila­nefnd­in ætti að taka yfir bank­ann. Rekst­ur hans hef­ur hins veg­ar skilað hagnaði á þessu ári, en á fyrstu sex mánuðum síðasta árs nam hagnaður um átta millj­örðum króna. 

Skila­nefnd bank­ans fær­ir verðmæti bank­ans til bók­ar upp á 100 millj­arða króna, líkt og kom fram í Morg­un­blaðinu í janú­ar síðastliðnum. Bók­fært eigið fé hans er um 76 millj­arðar króna. Verðið er því hátt sé litið til bók­færðs eig­in­fjár. En sam­kvæmt því sem kom fram á fund­in­um í dag er verðmætið sam­bæri­legt bönk­um á Norður­lönd­um, sé litið til verðsins í hlut­falli við hagnað bank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK