Moody's: Íslenska ríkið á leið í ruslflokk

Fjármálaráðuneytið
Fjármálaráðuneytið Reuters

Mats­fyr­ir­tækið Moo­dy's seg­ir að mikl­ar lík­ur sé á því að láns­hæf­is­mat rík­is­ins verði fært í rusl­flokk þar sem að viðræður stjórn­valda við bresk og hol­lensk stjórn­völd um lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar hafi siglt í strand. Sú staðreynd geri lausn efna­hags­vand­ans hér á landi tor­veld­ari.

Dow Jo­nes-frétta­veit­an seg­ir að sér­fræðing­ar Moo­dy's séu á þeirri skoðun að nú séu lík­ur á því að greiðslur frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum til rík­is­ins drag­ist á lang­inn og það grafi und­an stöðu hag­kerf­is­ins og kunni jafn­vel að leiða til póli­tísks óstöðug­leika. Fram kem­ur í um­fjöll­un frétta­veit­unn­ar að mats­fyr­ir­tækið hafi ekki lækkað láns­hæf­is­matið í kjöl­far ávörðunar for­set­ans um að staðfesta ekki rík­is­ábyrgð á Ices­a­ve-skuld­bind­ing­un­um á dög­un­um þar sem að það hafi ekki verið tíma­bært. Sér­fræðing­ar Moo­dy'ðs hafi meti það svo að hags­mun­ir ís­lenskra stjórn­valda fæl­ust í því að ná samn­ing­um um lausn Ices­a­ve-deil­unn­ar. Það mat hafi verið byggð á bjart­sýni.

Sam­kvæmt Moo­dy's kann höfn­un í þjóðar­at­kvæðagreiðslan á Ices­a­ve-rík­is­ábyrgðinni að leiða til þess að greiðslur á er­lend­um lán­um frá AGS og Norður­lönd­um tefj­ist og það kunni að draga úr trú­verðug­leika krón­unn­ar og tefja enn frek­ar af­nám gjald­eyr­is­hafta. Þetta mun leiða til þess að óviss­an um póli­tísk­ar og efna­hags­leg­ar horf­ur hér á landi drag­ist frek­ar á lang­inn.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK