Þýska ríkið Norður-Rín Vestfalía (Nordrhein-Westfalen) hefur keypt upplýsingar um 1.500 meinta skattsvikara sem áttu bankareikninga í Sviss. Í þýskum fjölmiðlum í dag er greint frá því að ríkið hafi greitt 2,5 milljón evra fyrir upplýsingarnar. Er verið að fara yfir upplýsingarnar og verður málið síðan væntanlega sent til saksóknara í höfuðstað ríkisins, Düsseldorf.
Samkvæmt heimildum Sueddeutsche Zeitung dagblaðsins eru upplýsingarnar um bankareikninga í svissneska bankanum Credit Suisse. Vonast er til þess að hægt verði að endurheimta um 400 milljónir evra sem Þjóðverjar hafa skotið undan skatti með þessu.