Keyptu upplýsingar um þýska skattsvikara

Credit Suisse
Credit Suisse Reuters

Þýska ríkið Norður-Rín Vestfalía (Nordrhein-Westfalen) hefur keypt upplýsingar um 1.500 meinta skattsvikara sem áttu bankareikninga í Sviss. Í þýskum fjölmiðlum í dag er greint frá því að ríkið hafi greitt 2,5 milljón evra fyrir upplýsingarnar. Er verið að fara yfir upplýsingarnar og verður málið síðan væntanlega sent til saksóknara í höfuðstað ríkisins, Düsseldorf.

Samkvæmt heimildum Sueddeutsche Zeitung dagblaðsins eru upplýsingarnar um bankareikninga í svissneska bankanum Credit Suisse. Vonast er til þess að hægt verði að endurheimta um 400 milljónir evra sem Þjóðverjar hafa skotið undan skatti með þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK