Starfsmenn NBI eygja vænan kaupauka 2012

durmat eigna 2012 mun ákvarða bónusgreiðslur.
durmat eigna 2012 mun ákvarða bónusgreiðslur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Starfs­menn rík­is­bank­ans NBI gætu átt von á væn­um kaupauka á ár­inu 2012 eða síðar sam­kvæmt sam­komu­lagi sem kröfu­haf­ar gamla Lands­bank­ans gerðu við fjár­málaráðuneytið. NBI gaf út 260 millj­arða skulda­bréf til skila­nefnd­ar Lands­bank­ans vegna eigna sem færðar voru yfir í nýja bank­ann við upp­skipt­ing­una.

Í frétta­til­kynn­ingu fjár­málaráðuneyt­is­ins kem­ur fram að við end­ur­mat á eign­um NBI árið 2012 get­ur bank­inn gefið út allt að 92 millj­arða skulda­bréf til viðbót­ar til skila­nefnd­ar­inn­ar, ef verðmæti eign­anna sem færðar voru yfir reyn­ist meira en upp­haf­lega skulda­bréfið gaf til kynna.

Nafn­v­irði hluta­fjár NBI er nú 24 millj­arðar króna, en gengi bréfa miðast við bók­fært eigið fé og er 6,25 krón­ur á hlut. Ef vel geng­ur að auka virði eigna bank­ans á næstu tveim­ur árum munu starfs­menn fá hlut­deild af þeim ágóða. Allt að því 500.000 nýj­um hlut­um verður haldið fyr­ir starfs­menn­ina.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK