Starfsmenn NBI eygja vænan kaupauka 2012

durmat eigna 2012 mun ákvarða bónusgreiðslur.
durmat eigna 2012 mun ákvarða bónusgreiðslur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Starfsmenn ríkisbankans NBI gætu átt von á vænum kaupauka á árinu 2012 eða síðar samkvæmt samkomulagi sem kröfuhafar gamla Landsbankans gerðu við fjármálaráðuneytið. NBI gaf út 260 milljarða skuldabréf til skilanefndar Landsbankans vegna eigna sem færðar voru yfir í nýja bankann við uppskiptinguna.

Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins kemur fram að við endurmat á eignum NBI árið 2012 getur bankinn gefið út allt að 92 milljarða skuldabréf til viðbótar til skilanefndarinnar, ef verðmæti eignanna sem færðar voru yfir reynist meira en upphaflega skuldabréfið gaf til kynna.

Nafnvirði hlutafjár NBI er nú 24 milljarðar króna, en gengi bréfa miðast við bókfært eigið fé og er 6,25 krónur á hlut. Ef vel gengur að auka virði eigna bankans á næstu tveimur árum munu starfsmenn fá hlutdeild af þeim ágóða. Allt að því 500.000 nýjum hlutum verður haldið fyrir starfsmennina.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK