Rehn: Grikkir verða að ganga lengra

Staða Grikklands er grafalvarleg
Staða Grikklands er grafalvarleg Reuters

Olli Rehn, framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála innan Evrópusambandsins, segir að grísk stjórnvöld verði að beita niðurskurðarhnífnum enn frekar til þess að draga úr halla á rekstri ríkissjóðs. Rehn er staddur í Aþenu þar sem hann ræðir við ráðamenn landsins.

Rehn átti fund með George Papaconstantinou, fjármálaráðherra í morgun. Er hann að fara yfir áætlanir grískra stjórnvalda um hvernig best er að draga úr ríkisútgjöldum. Telja ýmsir að Rehn muni bjóða Grikkjum björgunarpakka fyrir hönd ESB en Þjóðverjar segja að slíkt komi ekki til greina.

Angela Merkel, kannslari Þýskalands, sagði í gær að Grikkir yrðu að leysa sín vandræði sjálfir.

Á síðasta ári nam halli 12,7% af landsframleiðslu Grikklands. Stefna stjórnvöld að því að minnka hann í 8,7% í ár. Þrátt fyrir það er hann miklu meiri heldur en heimilt er innan evru-svæðisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK