Pfizer ætlar að bjóða 3 milljarða evra í Ratiopharm

Höfuðstöðvar Ratiopharm í Ulm í Þýskalandi.
Höfuðstöðvar Ratiopharm í Ulm í Þýskalandi.

Stærsta lyfjafyrirtæki heims, Pfizer, ætlar að bjóða 3 milljarða evra, 525 millljarða króna, í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm, samkvæmt heimildum Bloomberg fréttastofunnar. Auk Pfizer vilja bæði Actavis og ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva eignast Ratiopharm.

Er þess vænst að það liggi fyrir í lok marsmánaðar hvert þessara þriggja fyrirtækja mun eignast Ratiopharm.

Ef Pfizer eignast Ratiopharm þá verður samheitalyfjaframleiðsla þess orðin álíka mikil og Teva sem er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Tekjur Teva námu 13,9 milljörðum dala á síðasta ári.

Ratiopharm er fjölskyldufyrirtæki á meðan að Teva er stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims og Pfizer er stærsta lyfjafyrirtæki heims.

Eigandi Ratiopharm er Merckle fjölskyldan þýska og á að selja Ratiopharm til að grynnka á skuldum eignarhaldsfélags fjölskyldunnar. Fjölskyldufaðirinn, Adolf Merckle, framdi sjálfsvíg í janúar í fyrra eftir að hafa tapað mjög á hruni hlutabréfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka